151. löggjafarþing — 107. fundur,  4. júní 2021.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

561. mál
[13:59]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar að taka að hluta til undir ummæli hv. þingmanna Helgu Völu Helgadóttur og Ágústs Ólafs Ágústssonar hvað varðar biðlistana og aldurstakmörkin. Við tökum í reynd undir þetta í nefndarálitinu og hvetjum ráðuneytið til þess að skoða þessi mál og hvernig væri hægt að rýmka þetta. Þetta frumvarp er tengt samþættingarfrumvörpunum og kemur til með að fækka á biðlistum þegar það fer að virka. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum með samstöðu um þessi mál því að þarna getum við komið til móts við biðlistana og fækkað þeim. Ég er alveg sammála því, þeir verða að hverfa.