151. löggjafarþing — 109. fundur,  8. júní 2021.

fjöleignarhús.

748. mál
[14:18]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir það sem hv. þm. Anna Kolbrún Árnadóttir sagði hér áðan. Það er óþolandi að það séu sérmerkt bílastæði í fjölbýlishúsum fyrir fatlaða sem þeir eiga engan rétt á. Þeir sem byggja geta selt hverjum sem er þessi bílastæði. Þau fylgja íbúðunum og ef það kemur fatlaður einstaklingur í fjölbýlishúsið þá hefur hann ekki aðgang að þessum bílastæðum. Hann verður að fara að semja við þann sem á bílastæðið. Það er bara ömurlegt. Þetta er eins og að segja: Við ætlum að hafa bílastæði fyrir ykkur en það er samt allt í plati. Við verðum bara að vera fyrst. Svo er ekki einu sinni víst að viðkomandi íbúð sem bílastæðið er við henti þessum fatlaða einstaklingi, þannig að þetta er arfavitlaust kerfi sem við verðum að taka á og breyta.