151. löggjafarþing — 112. fundur,  11. júní 2021.

tilkynning.

[10:40]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ég hefði haldið að þingheimur væri tilbúinn til þess við þessar aðstæður að tryggja atvinnu í sjávarbyggðum landsins, smábátasjómanna og fiskvinnslufólks í landi, við þessar aðstæður. Ég hef sem formaður atvinnuveganefndar reynt að ná samstöðu með sjávarútvegsráðherra til að koma þessu máli í gegn margar undanfarnar vikur. Ég hef barist fyrir bættum hag strandveiðisjómanna og fiskverkafólks í þessu landi og ég get ekki annað en staðið með þessu máli áfram. Vissulega var það þrautalending að koma með þetta mál inn í þing og það var ekki sjálfgefið að stjórnarandstaðan legði því lið, en það mátti alveg reyna að skoða það í þinglokasamningum að menn skiptu um skoðun og teldu að þetta væri eitthvað sem skipti máli til að efla atvinnu í landinu og menn stæðu ekki uppi um hábjargræðistímann og sendu strandveiðiflotann í land. Ég styð þetta mál.