151. löggjafarþing — 112. fundur,  11. júní 2021.

dagskrá næsta fundar.

[10:51]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tek ekki þátt í því í þessari heitu umræðu hér, sem allt virðist vera að fara á hliðina yfir, að vera sökuð um að ljúga. (GBS: Það er nú satt.) — Það er ekki satt. Hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson ætti aðeins að hugsa um að feta leiðir sannleikans. Ég hef ekki logið neitt í þessu máli. Þingið hefur fulla burði til þess ef mál koma inn að taka þau á dagskrá í þinglokasamningum. En það var ekki gert. Þannig liggur þetta mál. Í atvinnuveganefnd er frumvarp frá hæstv. sjávarútvegsráðherra sem dregur úr afla í strandveiðum og býður upp á að róa á öllum dögum, svo strandveiðar hefðu klárast miklu fyrr hefði það frumvarp nokkurn tíma verið samþykkt. Þannig er nú sá veruleiki. En ég held áfram að berjast fyrir strandveiðum og fyrir sjávarbyggðir landsins og læt ekki saka mig um það að vera að ljúga að einum eða neinum. Það er ekki minn háttur.