151. löggjafarþing — 112. fundur,  12. júní 2021.

kosningalög.

339. mál
[01:42]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Jón Þór Ólafsson) (P) (andsvar):

Forseti. Með því að þessir fjórir lagabálkar, með samþykkt þessa frumvarps, séu komnir í einn lagabálk og að allar uppfærslur nái heildstætt yfir það heldur vinnan áfram og verður auðveldari þegar kemur að þessu. Eins og hv. þingmaður nefnir réttilega er hægt að gera þetta núna. Um það náðist ekki samstaða en við skulum þá bara fylgjast með því á töflunni hvernig fólk greiðir atkvæði. Eftir kosningar er hægt að breyta þessu. Það eru tvö stjórnarmynstur í kortunum og við vitum alveg hvaða stjórnarmynstur það er sem myndi laga þessa hluti.