151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

þjóðkirkjan.

587. mál
[13:32]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Þetta er mjög mikilvæg breytingartillaga sem hv. þm. Birgir Þórarinsson leggur fram. Biskupsembættið er elsta embætti á Íslandi sem haldist hefur frá upphafi. Biskup fékk embættistitil sinn frá Alþingi fyrir tæpum 1000 árum. Með breytingu á þjóðkirkjulögum 2019 var orðið „embætti“ fellt úr lögunum en „starf“ sett í staðinn. Með því gegndi biskup Íslands ekki lengur embætti heldur sinnti starfi. Það voru mistök og það er á ábyrgð Alþingis að leiðrétta þau, hafandi í huga menningarlegt og kirkjusögulegt samhengi. Rétt er að geta þess að málið hefur ekkert með kjaramál að gera. Ég hvet þingheim til að styðja þessa mikilvægu breytingartillögu hv. þm. Birgis Þórarinssonar og standa vörð um sögu okkar og menningu.