151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

loftslagsmál.

711. mál
[14:25]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Kolefnishlutleysi er í raun skylda allra samfélaga í heiminum ef vel á að fara. Heildarlosun upp á núll, sem er jú skilgreining á því sem við erum að tala um hér, fæst með því að minnka losun gróðurhúsagasa jafnt og þétt u.þ.b. næstu tvo áratugi og samtímis að binda kolefni með öllum tiltækum ráðum. Þetta frumvarp lögbindur kolefnishlutleysi Íslands eigi síðar en 2040 og það mun takast í skrefum sem við sjáum ekki fyrir nema að hluta, m.a. vegna samflots við Noreg og Evrópuríki eftir því sem aðgerðir þróast og tækninni fleygir fram. Þetta er raunhæf og metnaðarfull áætlun miðað við okkar land. Þetta er skref sem þarf að flýta og ef við gerum það þá er það í höndum margra, m.a. Alþingis, og ég hvet til digurs já-s hér eins og ég gerði áðan.