151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

loftslagsmál.

711. mál
[14:32]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S):

Virðulegur forseti. Hvenær er þjóð kolefnishlutlaus? Er það þegar innflutningur til þjóðarinnar er án útblásturs eða er það þegar allt sem hún framleiðir er án útblásturs? Þessum spurningum er ekki svarað í þessu þingmáli og ég fæ ekki betur séð en að markmiðið sem hér er leitt í lög, ef það verður leitt í lög, gæti haft þau áhrif að orkufrek starfsemi hyrfi frá Íslandi til landa þar sem kol verða notuð við orkuframleiðsluna.