151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

kosningalög.

339. mál
[15:16]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Þessi heildarendurskoðun á kosningalögum byggir á mikilli og faglegri vinnu og málið fékk vandlega umfjöllun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Eitt af framfaraskrefum í frumvarpinu er aukið aðgengi Íslendinga sem búsettir eru erlendis að kosningum í gegnum póstkosningar. Eftir faglega umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, þar sem allir mæltu með því að við héldum þessu ákvæði inni, var ákveðið í gærkvöldi að semja við afturhaldsöflin í Miðflokknum sem, eins og Trumpistar allra landa, finna póstkosningum allt til foráttu. Því stöndum við hér með breytingartillögu um að fella þetta framfaraskref úr frumvarpinu. Þetta er hryggileg niðurstaða sem sýnir hvað þinglokasamningar geta skilað slæmri útkomu.