151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[20:52]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta eru dapurleg örlög metnaðarfullra áforma og við í Samfylkingunni hefðum viljað að þetta mál yrði samþykkt. En hér erum við fyrst og fremst að greiða atkvæði um málsmeðferð og verðum þess vegna á gulu. Þegar hæstv. umhverfisráðherra [Kliður í þingsal.] var spurður um afdrif málsins sagði hann, með leyfi forseta:

„Við erum hvergi af baki dottin …“

Af því hann leyfði sér að nota myndlíkingu úr hestamennsku þá er kannski allt í lagi að halda henni áfram. Það er ekki eins og ráðherrar og félagar úr VG hafi ferðast um á vökrum hesti heldur eins og þau hafi verið að reyna að temja flóðhest, sem kunnugir segja að sé ekki hægt að temja. Þetta mál verður einfaldlega ekki klárað á næsta kjörtímabili nema Vinstri græn velji sér betra samferðafólk.