151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[20:53]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er með miklum ólíkindum að jafn góð hugmynd og hálendisþjóðgarður geti farið svo rækilega í skrúfuna sem hér hefur orðið. Vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna var þetta frumvarp náttúrlega svo gott sem dautt áður en það kom til þingsins. Stjórnarliðar hefðu síðan átt að láta sér nægja að drepa málið í nefnd eins og venjulegt fólk, en í staðinn er það dregið hingað inn í þingsal til að vera drepið í heyranda hljóði af okkur 63. Til að kóróna allt saman mætir síðan umhverfisráðherra til að kasta rekunum yfir hræið.

Forseti. Þetta er skrípaleikur sem ég tek ekki þátt í. Ef stjórnarliðar vilja drepa málið sitt með atkvæði þá gera þeir það sjálfir.