151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

fjáraukalög 2021.

818. mál
[21:08]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Breytingartillagan sem við erum að greiða atkvæði um er allra góðra gjalda verð og okkur er mikið í mun að allir nemendur fái skólavist. Það hefur verið tafsamt ferli og innritunarferlið er vandamál. Málum hefur verið þannig háttað að Menntamálastofnun hefur ekki fengið nægilega góðar upplýsingar til að vera nægilega upplýst um hverjir sækja um skólavist og hvar þeir fá mögulega skólavist. Hér er ekki um fjármögnunarvanda að ræða. Við jukum framlög á þessu ári í þetta verkefni og þetta verður síðan, þegar betri upplýsingar fást í haust, endurmetið í þeim fjáraukalögum og svo inn á næsta ár. Þótt peningar séu oft og tíðum hreyfiafl til góðra verka eru þeir ekki vandinn í þessu tilviki. Þess vegna segi ég nei.