151. löggjafarþing — 114. fundur,  13. júní 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign.

700. mál
[00:20]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Ég ætla að byrja á því að þakka efnahags- og viðskiptanefnd fyrir að vinna vel að þessu máli. Það hefur verið frekar flókið mál og eðlilegt að það taki tíma. Mikill ágreiningur er um það og þá þarf hreinlega meiri tíma til að vinna úr því. Ég er líka þakklátur fyrir að við skulum afgreiða það með þessum hætti frekar en að leyfa því hreinlega að daga uppi í nefndinni.

Mig langar líka til að nefna, í ljósi mikilvægis þessa máls, að við verðum að fara að skilja að lífeyrissjóðakerfið eins og það er uppsett í dag getur ekki enst til frambúðar. Það þarf að fara í róttækar og umfangsmiklar breytingar á því til þess að það endist og nýtist í það sem því er ætlað og ég vona að vel verði tekið í það á komandi þingi. Ég óska öllum alls hins besta í því, enda verður það erfitt.