151. löggjafarþing — 114. fundur,  13. júní 2021.

græn atvinnubylting.

360. mál
[00:32]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Samfylkingin vill ráðast í græna sókn fyrir Ísland, græna atvinnubyltingu. Við teljum að við þær flóknu aðstæður sem eru uppi núna sé nauðsynlegt að ríkisvaldið stígi inn af myndarskap og stuðli að vistvænni atvinnuuppbyggingu um allt land og auki framleiðslugetu þjóðarbúsins. Samfylkingin leggur þess vegna til að ríkisstjórnin hrindi í framkvæmd aðgerðum í tíu liðum sem hafi það að markmiði að fjölga störfum, örva eftirspurn og styðja við vistvæna verðmætasköpun á Íslandi. Þannig getum við ekki aðeins tryggt að viðspyrnan verði kröftug heldur að hún verði sjálfbær líka. Mér sýnist að þetta sé á leiðinni inn á borð ríkisstjórnarinnar og ég hvet hana til dáða. Við munum auðvitað taka við af krafti eftir kosningar í haust og fylgja þessu eftir. [Hlátur í þingsal.]