152. löggjafarþing — þingsetningarfundur

rannsókn kjörbréfa.

[14:21]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér liggur meira undir en beint orðalag löggjafarinnar þó að það sé vissulega mjög mikilvægt. Hér er um að tefla ásýnd og traust borgaranna í landinu á kosningakerfinu og lýðræðinu sem við höfum sameinast um að reka hér. Það er aðalatriði, ásýnd og traust. Og það, eins og ég sagði í fyrra svari mínu við hv. þingmann, að vegna þess að það er ekki hægt að staðfesta fullnægjandi vörslu kjörgagna er ekki hægt að útiloka að neitt hafi gerst. Um það hverfist rannsókn nefndarinnar og um það þurfum við öll og allir sem hér eru inni að mynda sér skoðun. Ég hef myndað mér mína, það er ekki ólögleg skoðun. Ég er löglega kjörin hingað til að hafa skoðun á því hvort það eigi að samþykkja kjörbréf gild eða ekki.