152. löggjafarþing — þingsetningarfundur

rannsókn kjörbréfa.

[21:17]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Forseti. Nú eru bestu kostirnir úr sögunni. Það er ekki lengur í boði að fara í uppkosningu í öllum kjördæmum. Það er ekki heldur í boði að fara í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi og nú er svo komið að velja þarf þann kost af þeim tveimur sem eftir eru sem þingmönnum þykir skárri. Nú þurfa þingmenn að gera upp við sig hvort þeir treysti betur fyrri eða seinni tölum úr Norðvesturkjördæmi, fyrri tölum sem þrátt fyrir marga galla fengust með talningu atkvæða að viðstöddum umboðsmönnum og almenningi, eða seinni tölum með mun fleiri annmörkum, með talningu óöruggra atkvæða og á grundvelli lögbrots. Þessi breytingartillaga er síðasti möguleiki þingmanna til að koma í veg fyrir að seinni tölur úr Norðvesturkjördæmi, sem engin leið er að treysta, verði látnar gilda.

Ég segi já.