152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

um fundarstjórn.

[10:46]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Við erum greinilega búnir að fá skýringu á þessu stórfurðulega máli. Það hlýtur að setja spurningarmerki við og hlýtur að teljast undarlegt þegar maður er ekki búinn að kynna sér fjármálaáætlunina almennilega, hefur varla komist í það, þegar jafnvel umsagnaraðilar úti í bæ eru byrjaðir að vinna í því máli. Ég held að þetta séu vinnubrögð sem við getum ekki leyft okkur. Við verðum að fara að sýna Alþingi virðingu. Við tölum um að við viljum bera virðingu fyrir Alþingi, en á meðan svona vinnubrögð eru til staðar þá er sú virðing ekki til staðar. Við verðum að fara að breyta vinnubrögðunum hér.