152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[15:36]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að óska Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur til hamingju með formennsku í fjárlaganefnd. Ég hjó eftir því áðan að hún nefndi ekki öryrkja á nafn. Hún talaði jú um hækkun frítekjumarks eldri borgara úr 100.000 kr. í 200.000 kr. Ég spyr hvort það hafi þá ekki komið til umræðu í sambandi við þessa hækkun að hækka einnig eða tvöfalda frítekjumark öryrkja úr 109.000 kr. í 218.000 kr. Síðan er það líka spurning hvort eitthvað standi til og hvort hún viti um einhverjar eingreiðslur sem komi til öryrkja til að bæta þeim upp undanfarin ár, bæði Covid og gífurlegar verðhækkanir á matvöru og ýmsum vörum, hvort það sé í farvatninu að gera eitthvað fyrir þann hóp.