152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:07]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ef ég skildi hv. þingmann rétt var hún að bera saman það sem ég sagði um virðingu gagnvart eldri borgurum og væntingum þeirra og svo aftur gagnvart þeim sem leita eftir alþjóðlegri vernd hér á landi. Ég tel að sjálfsögðu að við eigum að taka vel á móti þeim sem leita hingað til lands, eins og kvótaflóttamönnum og þeim sem við höfum boðið hingað til landsins. En ég er þeirrar skoðunar að við eigum að fylgja því regluverki sem við höfum undirgengist og tel einnig eðlilegt að við fylgjum þeim nágrannaþjóðum sem við horfum til, Norðurlöndunum, í þeim efnum (Forseti hringir.) þannig að við séum í raun að veita sömu þjónustu og önnur Norðurlönd. Ég tel að það sé kjarni málsins.