152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:09]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spyr hv. þingmann vegna þess að hann hefur haft sig mjög í frammi í umræðu um stöðu fólks á flótta sem leitar hingað til landsins og vegna þeirrar umræðu sem átti sér stað milli þingmanna og hæstv. innanríkisráðherra. Ég spyr: Hvaða væntingar ber hann til starfa nýs innanríkisráðherra í þessum efnum? Sér hann fyrir sér óbreytta stefnu íslenskra stjórnvalda eða að við drögum í land eða hver eru sjónarmið þingmannsins í þeim efnum?