152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:09]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef ekki rætt þessi mál sérstaklega við hæstv. innanríkisráðherra, en ég geri fastlega ráð fyrir því að hann fylgi því regluverki sem er í gildi hverju sinni. Í þessum efnum minni ég á að við höfum undirgengist þessar skuldbindingar, t.d. Dyflinnarreglugerðina. Ég sé ekkert óeðlilegt við að henni verði framfylgt áfram og ég sé ekkert ómannúðlegt við það ef hv. þingmaður var kannski að falast eftir því svari. Þetta er, eins og kom fram í þessari umræðu, regluverk sem þjóðir Evrópu hafa komið sér saman um að gildi og við eigum að framfylgja því að mínu viti. Ég er þeirrar skoðunar í þessum málaflokki að við eigum að viðhafa sömu stefnu og önnur Norðurlönd. Það eru lönd sem hafa mikla reynslu af þessum málaflokki, mikla reynslu og mun lengri reynslu en við. Þess vegna sé ég ekkert óeðlilegt við (Forseti hringir.) það að við fylgjum þeirri línu. Við eigum hvorki að veita betri né verri þjónustu en önnur Norðurlönd. (Forseti hringir.)