152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:16]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Ég ætla að halda mig á þessum slóðum frítekjumarks eldri borgara. Hv. þingmaður fór ágætlega yfir og rökstuddi það að raunverulegur kostnaður við að hækka frítekjumarkið úr 100.000 kr. í 200.000 kr. væri miklum mun lægri en 540 milljónirnar sem fjármálaráðuneytið metur kostnaðinn á. Ég og þingmaðurinn erum sammála um þau rök, ég held að þau séu rétt. Í ljósi þessa, raunkostnaðar við að hækka þetta mark úr 100.000 kr. í 200.000 kr., langar mig að spyrja hv. þingmann: Stæði hann frammi fyrir þeim valkosti að fylgja eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli eða stefnu Miðflokksins um að hætta að hækka þetta frítekjumark í 500.000 kr. á mánuði, hafandi það í huga að raunkostnaðurinn er hverfandi, hvorn valkostinn myndi þingmaðurinn velja og tala fyrir?