152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:19]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Eins og kom fram í minni ræðu þá lýtur stærsti einstaki útgjaldaliðurinn að heilbrigðismálunum og ég held að allir skilji að það sé mjög mikilvægt að við mætum þeim kostnaði sem fylgir því sem veirufaraldurinn hefur haft í för með sér og það er margt sem þarf að laga í heilbrigðiskerfinu eins og við þekkjum. Hv. þingmaður spyr um aðhald í útgjöldum og ég hef verið talsmaður þess. Í stóra samhenginu þegar kemur að tekjum ríkissjóðs, sem eru rétt tæpir 1.000 milljarðar, finnst mér einstaki stærsti útgjaldaþátturinn ekki vera mikill. Hann spyr hvort ég hafi kynnt mér sérstaklega hvar mætti spara í ríkisrekstrinum. (Forseti hringir.) Ég hef verið að lesa frumvarpið frá því að það kom fram og (Forseti hringir.) ég verð að segja að ég get ekki séð að það séu einhverjir stórir útgjaldaliðir sem valda mér sérstökum áhyggjum.