152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:22]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ef hv. þingmaður hefur hlustað á ræðu mína áðan þá minntist ég einmitt á að fjárframlög til loftslagsmála eru um 13 milljarðar og kom ég sérstaklega inn á það að ég er talsmaður þess, og það veit hv. þingmaður, að við árangursmælum fjárveitingar almennt og það á einnig við um loftslagsmálin, að við fáum að sjá það hver árangurinn er af þessum fjárveitingum. Ég hef ekkert skipt um skoðun í þeim efnum en það eru allir sammála um það og flokkur hv. þingmanns auk þess að loftslagsmálin eru mikilvæg. En ég veit líka að hv. þingmaður er sammála mér í því að við viljum fá að vita hver árangurinn er og það hefur fyrst og fremst verið minn málflutningur þegar kemur að loftslagsmálum.