152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:24]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara nota tækifærið og hvetja hv. þingmann til þess einmitt — nú er hann áfram í fjárlaganefnd en ég er þar ekki lengur — að hann óski sérstaklega eftir einhverjum árangursmælingum á þessum fjárveitingum hverju sinni. En hluti af þessu er jú reyndar orkuskiptin og ég held að við séum öll sammála um að þau eru mikilvæg og hluti af þessum fjárveitingum. Kjarni málsins er þessi, hv. þingmaður: Ég hef ekkert skipt um skoðun hvað þetta varðar. Ég hef talað fyrir því að þegar við setjum peninga, háar upphæðir, í ákveðna málaflokka þá fáum við að vita hver árangurinn er hverju sinni og ef málaflokkurinn er mikilvægur, og ég held að flestallir séu sammála því í dag og við eigum ekki að vera eftirbátar annarra þjóða í þeim efnum, þá eigum við (Forseti hringir.) að fá það fram nokkuð ljóst hver árangurinn er.