152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:50]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Eins og hv. þingmaður sagði þá var þetta kannski ekki jómfrúrræða, það er venjulega ekki hefð fyrir að fara í andsvör við jómfrúrræðu. En þetta var kannski samt jómfrúrræða þannig að ég ætla að sleppa því að fara í andsvar um nákvæmlega efni ræðunnar en kannski aðeins um formála ræðunnar sem var kannski ekki hluti af henni þannig að ég held að þetta sleppi.

Hv. þingmaður talaði um staðreyndir tengdar kosningamálinu í formálanum að þessari ræðu sem mér fannst dálítið merkilegt því að ég klóra mér mikið í hausnum varðandi staðreyndir þessa máls og ég bara verð að segja að það er staðreynd í málinu að enginn veit hvernig og af hverju var munur á fyrri og seinni atkvæðatölum. (Forseti hringir.) Þannig að mig langaði bara til að fá útskýringu á því hjá hv. þingmanni.