152. löggjafarþing — 4. fundur,  3. des. 2021.

um fundarstjórn.

[10:32]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Vegna þessara orða hv. þingmanns telur forseti rétt að þetta tiltekna atriði verði rætt á stuttum fundi þingflokksformanna sem verður boðaður í hádeginu. Forseti ætlar ekki að láta fara fram atkvæðagreiðslu um þetta núna en ég get þess að skilningur minn var sá, alla vega á fundi þingflokksformanna, að til stæði að hafa lengri þingfund. Ég held að ég hafi orðað það með þeim hætti að fundur þyrfti að standa eins lengi og þyrfti miðað við þá löngu mælendaskrá sem fram væri komin. En hafi verið misskilningur um þetta þá er rétt að það verði rætt á fundi þingflokksformanna nú í hádeginu.