152. löggjafarþing — 4. fundur,  3. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[11:16]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka ágæta ræðu þó að það sé augljóst að sínum augum lítur hver á silfrið. Hv. þingmaður talaði dálítið um ósjálfbæra útgjaldaaukningu og ég geri mér grein fyrir mikilvægi þess að sýna aðhald. En það er auðvitað að hægt að sýna aðhald með tvenns konar hætti. Það er hægt að spara, draga saman, en það er líka hægt að auka tekjur. Ég þykist vita að hv. þingmaður sé sammála því að t.d. er hægt að auka tekjur af auðlindunum okkar. Telur hún ekki að það sé skammsýni hjá ríkisstjórninni að fjárfesta ekki meira en þó er gert í loftslagsmálum? Það er ávinningur sem mun örugglega skila sér beint í auknum lífsgæðum og tekjum seinna meir. Ég spyr jafnframt hvort henni finnist ekki líka mikilvægt að við fjárfestum í félagslegum stöðugleika og jöfnuði.