152. löggjafarþing — 4. fundur,  3. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[14:13]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndi áðan þann langa tíma sem hefur liðið frá því að þing var haldið síðast og svo náttúrlega frá kosningum. Þarna getur þingið ekki sinnt sínu aðhaldi eins og það á að gera. Það sem vakti einna mestar áhyggjur hjá mér fyrir utan stöðu heimilanna, sem ég hef nokkrum sinnum rætt, er sala grunnkerfis fjarskipta Íslendinga hjá Mílu, sem var tilkynnt, að ég held, í vikunni eftir kosningar. Mig langar að beina því til hv. þingmanns hvort hún deili ekki þeim áhyggjum með mér, hvort þingið þurfi ekki að grípa með einhverjum hætti inn í þetta áður en það er orðið of seint.