152. löggjafarþing — 4. fundur,  3. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:56]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka andsvarið. Ég byrja á Baldri og reyni síðan að koma að einum punkti til viðbótar í lokin. Kláruð var þarfagreining um nýja ferju fyrir réttum mánuði, minnir mig að það hafi verið, og þar var haldið á lofti ýmsum sjónarmiðum. Þetta snýr að vöruflutningum á svæðinu, sunnanverðum Vestfjörðum og mögulega norðanverðum þegar göngin og vegakerfið á milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða verður komið í lag. Það eru vöruflutningar, það er bætt aðstaða farþega og ég er algerlega sannfærður um að Vestfirðirnir eigi eftir að springa út sem ferðamannasvæði á næstu árum. Við sjáum bara mat erlendra aðila á tækifærunum sem þar liggja þannig að ég held að þetta snúi að atvinnulífinu annars vegar og farþegaflutningum hins vegar, bæði fyrir einstaklinga og atvinnulífið.

Að lokum vil ég lýsa því yfir að ég lít á það sem fullkomna uppgjöf þessarar ríkisstjórnar að hafa það að markmiði að Sundabraut verði tekin í notkun árið 2031. (Forseti hringir.) Það er einhver ömurlegasta uppgjöf sem ég hef orðið vitni að í samgöngumálum í langan tíma.