152. löggjafarþing — 4. fundur,  3. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[21:03]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir að rekja ættir mínar og kannski nýti ég tækifærið til að gera hið sama. En í ræðu hv. þingmanns áðan fjallaði þingmaðurinn um þjóðarleikvang eða þjóðarhöll og það er nú þannig að við eigum bæði börn í handbolta. Þau hafa reyndar, held ég, lent í því að spila á móti hvort öðru hér áður fyrr og mig langar að nýta tækifærið og óska hv. þingmanni til hamingju með það að sonur hennar var valinn í 35 manna hópinn fyrir EM 2022. En mig langar að taka upp það sem hún sagði. Það er nýr ráðherra að taka á þessum málum. Þessi hæstv. ráðherra hefur talað um að þetta sé forgangsmál en hv. þingmaður talaði um að það vantaði sýn. Mig langar að heyra sýn hv. þingmanns á því hvað hæstv. ráðherra þessara mála ætti að gera í að byggja þjóðarhöll.