152. löggjafarþing — 4. fundur,  3. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[21:06]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrir góða yfirferð og innihaldsríka ræðu. Hv. þingmaður hefur talað talsvert um tekjugrunn ríkisins sem hún sem þingmaður hefur áhyggjur af og þá langaði mig að beina þeirri spurningu til hv. þingmanns hvaða sóknarfæri liggi þar. Hvernig gæti hið opinbera aukið tekjur sínar? Væri t.d. skynsamlegt að hækka veiðigjöld, þrepaskipta þeim einhvern veginn? Eða fara einhvers konar útboðsleið í sjávarútvegi? Er hv. þingmaður sammála okkur í Samfylkingunni um að þeir sem bera allra mest úr býtum í íslensku samfélagi ættu að greiða meira í sameiginlega sjóði, annaðhvort með því að hækka örlítið fjármagnstekjuskattinn eða leggja á einhvers konar stóreignaskatt? (Forseti hringir.) Það væri gaman að heyra sjónarmið hv. þingmanns.