152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[14:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég er alveg sammála því að ríkisstjórn getur ákveðið að bæta í umfram lágmarkið en þetta er í fyrsta skipti sem tekið er tillit til vanáætlunar fyrra árs. Það sem er áhugavert við það er að þá er þróun verðlags tekin, munurinn á henni, sem er lægri tala en launaþróun. Ef horft væri til launaþróunar frá október 2020 til október 2001 — ég veit ekki alveg hver vænt launaþróun er á árinu 2021, það er ekki fjallað um það í fjárlagafrumvarpinu — eru það 7,6%. Þá vantar í raun 3% ef taka ætti tillit til 69. gr. um að það sé hærri talan af annaðhvort launaþróun eða verðbólgu sem horfa eigi til. En ríkisstjórnin velur í fyrsta sinn að horfa til þess hvernig raunþróun hefur verið og leiðrétta fyrir því en velur þá lægri töluna en ekki þá hærri. Hvers vegna gerir ríkisstjórnin það?