152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[14:50]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stutta svarið við þessari spurningu er: Nei. Við höfum almennt í kostnaðarmati verið að nota stöðugar forsendur. Við höfum skoðað heiminn eins og hann breyttist ekkert við að hækka frítekjumarkið og hvað það myndi þá kosta ríkissjóð í ný útgjöld. Það er í raun hin hefðbundna kostnaðarmatsaðferð ráðuneytisins við skatta- og gjaldabreytingar. Mér finnst hv. þingmaður vera að gefa í skyn að þessir fjármunir muni ekki týnast í hagkerfinu og ég er nú sammála því. Þá er á endanum alltaf spurning: Hvert fara peningarnir? Hvaða hlutfall af þessum peningum endar í virðisaukaskattsgreiðslum og hvað fer í sparnað o.s.frv.? Við höfum ekki gert tilraun til þess að meta það.