152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[16:12]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar að taka undir það sem aðrir hv. þingmenn hafa verið að nefna. Fyrir okkur sem erum ný hérna og erum að mæta á þennan vinnustað er alveg ótrúlegt að sjá hvers konar vanvirðingu hv. stjórnarþingmenn sýna því sem við erum hér að leggja fram. Það er ekki bara þannig að það séu hv. þingmenn úr stjórnarliðinu sem eru með skilaboð frá sínum þingflokksformönnum um að mæta ekki hingað heldur virðast hæstv. ráðherrar, jafnvel hæstv. ráðherrar sem eru að leggja fram mál, ekki hafa tíma til þess að hlusta á það hvað aðrir hafa að segja. Þetta er algjör vanvirðing, jafnvel fyrir okkur nýliðana sem héldum að unnið væri vel á þingi.