152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[18:06]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka fyrir þessa ræðu og hvetja hv. þingmann til að fara með þessi viðhorf og þessa sýn inn í þá vinnu sem er fram undan, þá mikilvægu vinnu sem þarf að sinna og ég veit að hún mun gera það af kostgæfni, en um leið lýsa líka ánægju minni með að hér undir lokin eru ákveðnir tónar slegnir sem mér finnst vera jákvæðir, mér finnst þeir vera mikilvægir fyrir þingið. Ég bind vonir við að það verði eitthvað unnið með þessi málefni sem við erum að ræða hér og eru okkur bæði kær og fólkinu úti í samfélaginu mikilvæg, að þau verði tekin áfram. Um leið ítreka ég þakkir mínar til hv. þingmanns fyrir að hafa komið inn á þetta gríðarlega mikilvæga mál, að auka virkni fólks þannig að það geti fundið farveg fyrir sína krafta hvar sem það er statt í lífinu. Fyrir þetta vildi ég þakka.