152. löggjafarþing — 9. fundur,  13. des. 2021.

ákvörðun um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

152. mál
[16:00]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú gott að í öllum þessum stjórnskipunarkapli, sem hér hefur verið í gangi og ekki enn þá allir komnir með á hreint, þá er alla vega ljóst að EES-málin eru enn hjá utanríkisráðherra. Ég styð þessa gerð og ég held að hún hafi verið mikilvæg. Það er gott að hægt sé að hafa snör handtök á snúnum og erfiðum tíma. Ég vil hins vegar spyrja ráðherra að tvennu: Liggur eitthvað fyrir varðandi viðhorf Seðlabankans, þ.e. Fjármálaeftirlitsins, hvað þetta varðar? Hins vegar er það viðhorf neytenda, af því að verið er að tala um að þótt hafi mikilvægt að létta á fjármálafyrirtækjunum. Ég styð það, þau þurftu að geta brugðist hratt við. En hafa Neytendasamtökin sjálf eða aðrir haft einhverjar áhyggjur af nákvæmlega þessu máli og þá á hvaða hátt?