152. löggjafarþing — 9. fundur,  13. des. 2021.

mannabreytingar í nefndum.

[19:30]
Horfa

Forseti (Björn Leví Gunnarsson):

Forseti tilkynnir að honum hefur borist erindi frá þingflokki Flokks fólksins um mannaskipti í nefndum, samanber 1. mgr. 16. gr. þingskapa, þannig að Eyjólfur Ármannsson taki sæti sem aðalmaður í fjárlaganefnd í stað Ingu Sæland, sem verður varamaður í sömu nefnd, Jakob Frímann Magnússon taki sæti sem aðalmaður í utanríkismálanefnd í stað Eyjólfs Ármannssonar og Tómas A. Tómasson verði varamaður í sömu nefnd í stað Jakobs Frímanns Magnússonar, og að lokum taki Eyjólfur Ármannsson sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Jakobs Frímanns Magnússonar og Guðmundur Ingi Kristinsson taki sæti sem varamaður í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Eyjólfs Ármannssonar. Þessar mannabreytingar teljast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.