152. löggjafarþing — 12. fundur,  16. des. 2021.

upphæð barnabóta.

[14:30]
Horfa

félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka aftur fyrir fyrirspurnina. Ég er hjartanlega sammála því að kerfið þarf að ná til fleiri og að skerðingarnar séu of brattar. Ég held hins vegar að við þurfum að hafa þær til staðar þannig að við getum náð þeim árangri að þau sem hafa minnst á milli handanna geti fengið meira. Hv. þingmaður spyr mig um kjarasamningana fram undan. Ég held að það sé of snemmt fyrir mig að segja nákvæmlega til um það með hvaða móti ríkið kemur inn í þetta. Við þurfum að sjá hvernig umræðan á milli aðila vinnumarkaðarins þróast áður en ég tjái mig nákvæmlega um það hér.