152. löggjafarþing — 12. fundur,  16. des. 2021.

þátttaka stjórnarliða í umræðum.

[14:46]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Þetta lítur dálítið út eins og skortur á skilningi á því hvað þarf að gera til að breyta menningunni hérna innan húss. Þar ber forseti að mínu mati mikla ábyrgð við að semja um umræðuna, semja um það hvernig störf þingsins fara fram. Stór hluti af því, af því að það er nú einu sinni meiri hluti hérna, er einmitt að semja við stjórnarmeirihlutann um umræðu. Það skiptir líka máli því að þingið fær of fá mál frá þessum stjórnarmeirihluta, frá ríkisstjórn þessa stjórnarmeirihluta, inn í þingsal og allt of seint. Og þau eru ítrekað að troða málum á dagskrá með einhverjum afbrigðum og með engum fyrirvara. Kannski er ekki furða að stjórnarþingmenn taki ekki þátt í umræðunni, af því að þeir hafa varla séð hvernig frumvarpið lítur út. Ég spyr forseta: Hvernig væri að forseti færi að sinna starfi sínu aðeins og semja við stjórnarflokkana um það hvernig þeir geti tekið þátt í umræðu hér á þingi?

(Forseti (BÁ): Forseti skikkar engan í ræðustól.)