152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[20:23]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Við styðjum þetta. Okkur finnst þetta samt hálfsnautleg upphæð til þessara glæsilegu fulltrúa menningar og lista í landinu, greina sem hafa átt mjög undir högg að sækja allt árið og fyrirsjáanlegt að það muni halda áfram. Nýlega komu fram tölur um að 20% af sjálfstætt starfandi listamönnum hefðu horfið úr greininni. Það er ekki nóg að við höldum sjó í gegnum þessa krísu, við þurfum að koma í veg fyrir að einstakar greinar, ekki síst mikilvægar greinar eins og menningar- og listgreinar, verði styrktar varanlega, til frambúðar.

Þó svo að þessi upphæð sé betri en ekki neitt þá finnst mér hún lítil.