152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[20:26]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Ég gleðst sannarlega yfir því að meiri hlutinn hafi að lokum tekið undir með stjórnarandstöðunni sem krafðist þess að eingreiðslur til öryrkja yrðu endurteknar nú, enda ástandið ekkert betra en það var í Covid-faraldrinum í fyrra.

Við skulum samt hafa það algjörlega á hreinu að þessi eingreiðsla er á engan hátt fullnægjandi fyrir þann hóp sem hefur setið eftir í mörg ár og þarf að sæta kjaragliðnun miðað við aðra launþega í landinu. Þannig að við munum halda áfram að berjast fyrir þessa hópa. En það er svo sannarlega gleðilegt að þetta skuli loksins verða samþykkt hér í kvöld.