152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[20:26]
Horfa

félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að fjárlaganefnd skuli hafa tryggt örorkulífeyrisþegum eingreiðslu nú um jólin, til hamingju með það. Ég þakka líka samstarf stjórnarandstöðu og stjórnarþingmanna í þessu máli. Þessi samstaða um að öryrkjar geti haldið gleðileg jól er mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Ég vona svo sannarlega að þetta sé það sem koma skal og ég minni á að verkefnið fram undan er að endurskoða kerfið í heild sinni. Við þurfum að einfalda það. Við þurfum að gera þeim kleift sem geta unnið að fara út á vinnumarkaðinn í auknum mæli og styðja við þau sem geta það ekki með sómasamlegum hætti.

Hæstv. forseti. Þetta er verkefnið fram undan. Verkefni sem mun leiða til meiri jöfnuðar í íslensku samfélagi og ég vil setja á oddinn í minni ráðherratíð.