152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[20:29]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað ánægjulegt að greiða atkvæði um það að 53.100 kr. fari til öryrkja. En á sama tíma er líka sorglegt að þeir verst settu meðal aldraðra í samfélaginu fá ekki slíkar greiðslur. Við verðum líka að fara að átta okkur á því og taka til greina að þessi hópur, þeir sem eru verst settir, borgar 35.000 kr. á mánuði í skatta. Fólk er að borga 35.000 kr. á mánuði í skatta sem hefur ekki sinni efni á að lifa eða kaupa mat og lyf. Það er eitthvað að þessu kerfi og við verðum að taka okkur á og hætta að skattleggja fátækt. Það fólk fer þá í sárafátækt og á ekki fyrir nauðsynjum. En þetta er gott fyrsta skref og vonandi verður séð til þess að hinir sem ekkert fengu fái eitthvað næst.