152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[20:36]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um greiðslu til aldraðs fólks, um að þeir verst settu fái nákvæmlega það sama og öryrkjar fengu áðan. Það er með ólíkindum að við skulum ekki hafa tekið þann hóp inn í og við megum ekki gleyma því að þetta er sá hópur aldraðs fólks sem hefur ekki fengið krónu vegna Covid, ekki neinn stuðning. Innan þessa hóps eru mjög veikir einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma sem þora ekki út úr húsi til að ná sér í aðföng og margir svo illa staddir að þeir geta ekki fengið heimsendingar. Mér finnst þessi tillaga Flokks fólksins bara sjálfsögð og hún kostar svipað og uppstokkunin á ráðuneytunum hjá ríkisstjórninni. Ef ríkisstjórnin hafði efni á því þá hefur hún líka efni á að setja peninga í þetta.