152. löggjafarþing — 15. fundur,  21. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[21:59]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Í fyrsta lagi finnst mér það ekki hæstv. fjármálaráðherra til nokkurs sóma að sýna þennan bölvaðan hroka. Hér erum við að ræða mjög mikilvæg mál og verið er að benda á að það er verið að mæla fyrir nefndarálitum um miðja nótt (Fjmrh.: Klukkan er …) á sama tíma og þingmenn þurfa að mæta snemma í fyrramálið.

Ég ætla að halda áfram þar sem ég hætti áðan. Forseti þings er frá út árið. Fyrsti varaforseti er veikur, a.m.k. langt að gamlárskvöldi, þannig að nú er sú sem hér situr, frú forseti, annar forseti, sú sem stjórnar fram til áramóta. Ég hlýt þá að óska eftir því að í stað þess að frú forseti sitji hér og hlusti á okkur að hún sýni a.m.k. einhver smá viðbrögð. Hvað ætlar hún að gera? Ætlar hún ekkert að gera? Ætlar hún bara að láta hæstv. fjármálaráðherra hræða líftóruna úr öllum með hroka sínum og leiðindum? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)