152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[00:02]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni fyrir ræðu hans sem var mjög viðamikil. Í fjáraukanum fyrr í dag var ég að ræða um hjúkrunarheimilin og ástandið þar og sérstaklega að 67 ára og yngri séu vistaðir á hjúkrunarheimilum. Ég fór með tölur sem ég hafði séð, að þetta væru 144 einstaklingar, en á RÚV fyrir stuttu kom frétt um að þetta væru 200 einstaklingar. Þarna eru allt í einu komnir 55 fleiri en ég vissi um. Ég spyr hvort þetta hafi verið rætt innan fjárlaganefndarinnar og hvort þessar upplýsingar hafi legið fyrir og hvort þessi eini milljarður sem á að fara í (Forseti hringir.) aukinn styrk til hjúkrunar dugi nokkuð (Forseti hringir.) og taki nokkuð á þessu vandamáli.