152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[00:20]
Horfa

Forseti (Líneik Anna Sævarsdóttir):

Forseti vill upplýsa það og árétta að frá því að forseti var hér í forsetastóli fyrr í kvöld hefur honum tekist að afla upplýsinga um hvað fór á milli þingflokksformanna og forseta í aðdraganda þessa þingfundar og það var alveg skýrt að þingfundur hæfist ekki fyrr en klukkan 15 í dag, m.a. til þess að þingmönnum sem hefðu verið í sóttkví gæfist færi á að taka þátt í fundinum, en (LE: Þó það nú væri.)þess í stað yrði haldið áfram hér fram eftir kvöldi. Þar að auki er forseta kunnugt um að verið er að ræða samtöl sem hafa átt sér stað milli þingflokksformanna í kvöld og enn er verið að vinna úr þeim fundi og það mun halda áfram eitthvað lengur. Forseti fylgist með því hverju fram vindur þar.