152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[00:35]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Hérna erum við með breytingartillögur minni hlutans. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að að sjálfsögðu snýst þetta allt um breytingartillögur minni hlutans. Þetta er það sem við erum að leggja í púkkið til að laga fjárlögin. Það er ekki flóknara en það. Ríkisstjórnarflokkarnir segja bara: Heyrðu, við ætlum að klára þetta eins og það er. Og við erum að segja: Fyrirgefið, það eru bara rosalega alvarlegir hlutir hérna sem eru vanfjármagnaðir. Það mætti að lágmarki taka eitthvað eitt, t.d. 900 milljónir í það sem ríkisstjórnin og þingið hefur þegar samþykkt sem lög um að fjármagna. Það er rosalega lítil krafa, myndi maður halda; vinsamlegast fjármagnið það sem þið eruð búin að setja í lög. Rosalega einföld tillaga. En í staðinn er sagt: Nei, við ætlum ekki að gera það. Það er gjörsamlega ómögulegt að samþykkja þar sem við erum þegar búin að setja í lög og þar af leiðandi ætlum við bara að leyfa þinginu að ganga og við ætlum láta alla tala og tala og viljum minna ykkur á það að við ætlum ekki að fara eftir því sem við vildum og gerðum að lögum.

Það er svo skrýtið, frú forseti, (Forseti hringir.) að svona skuli þetta í raun og veru þurfa að virka, að minni hlutinn (Forseti hringir.) þurfi að minna stjórnina á það sem hún hefur gert að lögum (Forseti hringir.) og biðja um að það sé fjármagnað.