152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[18:08]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um hvort styrkja eigi sálfræðiþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Ég fagna því, og við öll í minni hlutanum, að það hafi a.m.k. að hluta til verið komið til móts við óskir um að lagt yrði meira í þennan málaflokk í ljósi þess að hér hefur verið samþykkt að efla sálfræðiþjónustu í landinu án þess að því hafi fylgt fjárheimildir í gegnum tíðina. Við horfum upp á fjárlög sem neita til að mynda öryrkjum um almennilegar kjarabætur á þeim forsendum að aðaláhersla þessarar ríkisstjórnar sé að hvetja til virkni fólks. Eitt hæsta nýgengi örorku er á meðal ungs fólks með andleg veikindi. Hér er tækifæri til þess að styrkja fólk, styrkja þjóðina, en þar vantar fjármagn til. Þess vegna segjum við í Samfylkingunni já.